Nýir skjáir á Hafnartorgi

20. ágúst 2025 10:38

LED birting hafa sett upp LED auglýsingaskjái í bílakjallara Hafnartorgs. Skjáirnir eru settir upp í samstarfi við Fasteignafélagið Reykjastræti.

Um er að ræða fjóra stóra og áberandi auglýsingaskjái á besta stað í bílakjallaranum sem er að öllum líkindum sá fjölfarnasti á landinu.

  • Um 19 þúsund bílar fara gegnum bílakjallarann í hverjum mánuði að jafnaði
  • 1 af hverjum 5 fólksbílum landsins heimsótti bílakjallarann einu sinni eða oftar fyrstu fimm mánuði ársins (50 þúsund einstakar bifreiðar)

Hafnartorg er í hjarta miðbæjarins og því skammt frá þeim aragrúa af verslun, þjónustu og afþreyingu sem miðbær Reykjavíkur hefur upp á að bjóða.

“Hafnartorg er frábær viðbót hjá okkur, enda sennilega fjölfarnasti bílakjallari landsins. Mikið líf er í nágrenninu eins og allir þekkja og við erum stolt af því að geta boðið rekstraraðilum í miðbænum og annarsstaðar upp á þennan valkost. Auglýsing á Hafnartorgi talar beint til fólks sem mætt er í miðbæinn til að njóta alls þess sem hann hefur upp á að bjóða ”, segir Halldóra Brandsdóttir framkvæmdastjóri LED birtinga.

LED Birting tekur við Smáralind og Egilshöll

12. ágúst 2025 09:54

LED Birting og fasteignafélagið Heimar hafa komist að samkomulagi um að LED Birting muni annast auglýsingasölu á stafræna skjá í Smáralind. Um er að ræða 40 inniskjái og einn útiskjá sem staðsettur er við inngang úr bílakjallara.

Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð landsins, og því ljóst að um er að ræða frábæra viðbót við vöruframboð LED birtinga. Samhliða hefur verið ráðist í skjávæðingu íþrótta- og afþreyingarmiðstöðvarinnar Egilshallar, og mun LED birting annast auglýsingasölu í þá skjái sömuleiðis.

Stafrænir auglýsinga- og upplýsingaskjáir eru orðnir stór partur af umhverfi verslunarmiðstöðva víðsvegar um heim enda til mikils að vinna að ná til neytenda þar sem innkaup fara fram.

„Við erum þakklát því trausti sem Heimar sýna okkur, enda rótgróið og öflugt félag á markaði. Um Smáralind fer gríðarlegur fjöldi gesta á degi hverjum, því mikill sýnileiki sem felst í auglýsingum í Smáralind. Sama gildir um Egilshöll sem er þekktasta íþrótta- og afþreyingarmiðstöð landsins. Hvort tveggja er frábær viðbót í okkar vöruframboð”, segir Halldóra Brandsdóttir framkvæmdastjóri LED Birtinga.

LED Skjáir starfa með KR

12. ágúst 2025 09:51

KR-ingar vígðu á dögunum nýtt undirlag á heimavelli sínum á Meistaravöllum fyrir framan ríflega þrjú þúsund áhorfendur. Samhliða fóru fram ýmsar endurbætur á umhverfi vallarins, og voru meðal annars glænýjar LED skjá lengjur teknar í notkun.

Skjáirnir eru frá LED skjám sem jafnframt önnuðust uppsetningu og þjónustu. Við óskum KR-ingum innilega til hamingju með nýja völlinn.

Nýr skjár í Vestmannaeyjum

12. ágúst 2025 09:46

LED Birting tók fyrr í sumar í notkun nýjan skjá við Faxastíg í Vestmannaeyjum.

Um er að ræða eina LED auglýsingaskjáinn í Vestmannaeyjum, og hefur skjárinn notið mikilla vinsælda í sumar enda alltaf nóg um að vera í Vestmannaeyjum.