LED Birting og fasteignafélagið Heimar hafa komist að samkomulagi um að LED Birting muni annast auglýsingasölu á stafræna skjá í Smáralind. Um er að ræða 40 inniskjái og einn útiskjá sem staðsettur er við inngang úr bílakjallara.

Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð landsins, og því ljóst að um er að ræða frábæra viðbót við vöruframboð LED birtinga. Samhliða hefur verið ráðist í skjávæðingu íþrótta- og afþreyingarmiðstöðvarinnar Egilshallar, og mun LED birting annast auglýsingasölu í þá skjái sömuleiðis.

Stafrænir auglýsinga- og upplýsingaskjáir eru orðnir stór partur af umhverfi verslunarmiðstöðva víðsvegar um heim enda til mikils að vinna að ná til neytenda þar sem innkaup fara fram.

„Við erum þakklát því trausti sem Heimar sýna okkur, enda rótgróið og öflugt félag á markaði. Um Smáralind fer gríðarlegur fjöldi gesta á degi hverjum, því mikill sýnileiki sem felst í auglýsingum í Smáralind. Sama gildir um Egilshöll sem er þekktasta íþrótta- og afþreyingarmiðstöð landsins. Hvort tveggja er frábær viðbót í okkar vöruframboð”, segir Halldóra Brandsdóttir framkvæmdastjóri LED Birtinga.